Gilhagadalur

Frá Bugaskála við Aðalmannsvatn á Eyvindarstaðaheiði að Gilhaga í Skagafirði.

Eiríkur landnámsmaður í Goðdölum sendi Rönguð þræl á fjall í landaleit. Rönguður fór Gilhagadal og síðan um Blönduvöð á Kjöl. Hann fór suður Kjöl og fann í leirflagi fótspor að sunnan. Þar hlóð hann Rangaðarvörðu, sem fyrir löngu er týnd.

Dalurinn er oft talinn austasti hluti Skagfirðingavegar, sem lá um heiðar Húnavatnssýslu til Borgarfjarðar. Mælifellsdalur, sem er aðeins norðar, er hins vegar oft talinn austasti hluti Kjalvegar. Vegirnir mættust á þeim slóðum, þar sem nú er fjallaskáli við Galtará.

Förum frá Bugaskála til austurs fyrir sunnan vatnið, norðaustur yfir Háheiði og austur fyrir Vatnsfell. Síðan norður og niður í Vatnsfellsflóa í Gilhagadal, um hlíðina austan flóans og fram dalinn til norðurs, yfir Gljúfurá í gili og norðaustur og niður að Gilhaga í Skagafirði við veg 752.

23,2 km
Húnavatnssýslur, Skagafjörður

Skálar:
Bugaskáli: N65 13.183 W19 25.981.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Mælifellsdalur, Eyvindarstaðaheiði.
Nálægar leiðir: Hraungarður, Fossakvísl.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort