Gíslagata

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Gíslholti í Kjós upp á Reiðhjallaveg á Reynivallahálsi.

Farið er um Dauðsmannsbrekkur, þar sem Magnús á Fossá sat fyrir ferðamönnum á 18. öld. Förum frá Gíslholti á landamerkjum Vindáss og Reynivalla norðaustur og upp með Gíslalæk að norðanverðu. Þar er greinileg gata, sem heitir Gíslagata. Þegar upp er komið, sveigjum við í austur og förum austur um Dauðsmannsbrekkur á Reiðhjallaveg, sem liggur frá Múla í Kjós að Fossá í Brynjudal.

2,2 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Maríuhöfn, Reiðhjalli.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins