Frá Dalvík um Grímubrekkur að Kálfsá í Ólafsfirði.
Stutt og mikið farin leið áður fyrr, en brött á köflum og nánast ófær hestum.
Förum frá Dalvík beint vestur í mynni Böggvisstaðadals. Síðan beint áfram vestur norðurhlið dalverpis fyrir norðan Grímuhnjúk. Sækjum okkur strax í hæðina og förum hátt í Grímubrekkur í botni dalverpisins. Þar efst heitir Algleymingur í 920 metra hæð. Þaðan förum við fyrst niður skriðuna Bröndólfsbrekku og síðan norður í Kálfsárdal vestan megin Kálfsár og komum niður að Kálfsá við þjóðveg 82 í Ólafsfirði.
12,9 km
Eyjafjörður
Ekki fyrir hesta
Mjög bratt
Nálægar leiðir: Heiðarmýrar, Ólafsfjarðarskarð, Drangar, Húngilsdalur.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins