Frá Litla-Vatnsskarðsleið sunnan Víðidals um Gyltuskarð að Reynistaðarrétt í Skagafirði.
Bratt er úr Víðidal upp í Gyltuskarð, sem er vinalegt og vel gróið, þrátt fyrir hæðina. Bugðóttur slóðinn liggur um Staðarsel, gamalt sel frá Reynistaðarklaustri. Mikið útsýni yfir Skagafjörð er af austurbrún skarðsins sunnan Staðaraxlar.
Byrjum á Litla-Vatnsskarðsleið sunnan við Víðidal og norðan við Þúfnavelli. Sú leið liggur frá Refsstöðum í Laxárdal til Sauðárkróks. Förum skáhallt norðnorðaustur fjallið upp í Gyltuskarð í 470 metra hæð. Síðan austur eftir skarðinu sunnan undir Stakkfelli og Staðaröxl. Að lokum austur sneiðinga um brekkurnar niður að Reynistaðarrétt.
13,4 km
Húnavatnssýslur
Skálar:
Þúfnavellir: N65 38.330 W19 49.480.
Nálægar leiðir: Litla-Vatnsskarð.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort