Frá Unaósi á Fljótsdalshéraði um Gönguskarð til Njarðvíkur.
Þetta var aðalleiðin milli Fljótsdalshéraðs og Njarðvíkur og Borgarfjarðar áður en bílvegur var lagður um Vatnsskarð.
Förum frá Unaósi norðaustur og út með Selfljóti og síðan austur á brekkurnar. Svo til suðausturs fyrir vesturenda Smátindafjalls í 420 metra hæð í Gönguskarði. Áfram suðaustur um Göngudal meðfram Göngudalsá. Síðan austur og niður hlíðar Kerlingarfjalls til Njarðvíkur. Að lokum suður yfir dalinn að þjóðvegi 94.
9,2 km
Austfirðir
Nálægar leiðir: Tröllabotnar, Grjótdalsvarp.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort