Háaheiði

Frá Glúmsstöðum í Fljóti um Háuheiði til Hesteyrar í Hesteyrarfirði.

Leiðin er einnig kölluð Dagmálaskarð.

Í Árbók FÍ 1994 segir: “Upp Hesteyrardal og um Dagmálaskarð liggur dáskemmtileg leið norður í Fljót á Háuheiði og ofan af henni er komið í Glúmsdal í Fljóti þar sem við tekur íðilfagurt land. Á leiðinni er indælan gróður að sjá undir Kagrafelli og víðsýni mikið er af háheiðinni yfir Aðalvík og fjalllendið norðan hennar. Þéttar og stæðilegar vörður vísa til vegar yfir grjótið efst á Háuheiði.”

Förum frá Glúmsstöðum suður Glúmsdal á Háuheiði í 500 metra hæð. Þaðan suður um Dagmálaskarð austan við Kagrafell og niður Hryggi og suður Lönguhlíðardal að Hesteyri.

12,3 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Sléttuheiði, Hesteyrarskarð, Hesteyrarbrún, Kjaransvíkurskarð, Fljótsskarð, Almenningar, Kjölur, Hraunkötludalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort