Hágöngulón

Frá Sprengisandsleið suðvestan Hnausöldu um Hágöngur að Hágöngulóni.

Frægir hverir voru, þar sem lónið er núna, kallaðir Fögruhverir. Þeir voru fórnardýr græðgisvæðingar þjóðarinnar. Hágöngur eru háir, brattir og keilulaga líparíthnjúkar, ljósir á lit og áberandi í landinu.

Byrjum við þjóðveg F26 sunnan við Hnausöldu. Förum austur að suðurhlíð Mið-Háganga. Þaðan norðaustur fyrir norðan Kvíslarhnjúka að Svarthöfða í Vonarskarði. Þar liggur Bárðargata.

33,7 km
Rangárvallasýsla

Jeppafært

Nálægir ferlar: Vonarskarð, Nýidalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort