Frá Klængshóli í Svarfaðardal um Heiðinnamannadal að Barká í Barkárdal í Hörgárdal.
Einn af hæstu fjallvegum landsins í 1100 metra hæð.
Leiðin var mikið farin fyrr á öldum, meðal annars með sauðfé til slátrunar á Akureyri.
Förum frá Klængshóli suður Skíðadal og vestan við Hólárhnjúk að Heiðinnamannadal. Úr dalbotninum upp brattan jökulinn í Heiðinnamannadalsskarð í 1100 metra hæð. Handan skarðsins suður í Hafrárdal, sem sveigist til suðausturs niður að Barká í Barkárdal í Hörgárdal.
17,1 km
Eyjafjörður
Nálægar leiðir: Skíðadalsjökull, Holárdalur, Þverárjökull, Hólamannavegur, Héðinsskarð.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins