Hólafjall

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá Þormóðsstöðum í Eyjafirði um Hólafjall að Bergvatnskvísl við Sandbúðir á Sprengisandi.

Förum frá Þormóðsstöðum um þjóðveg 827 norðan við Tungufjall alla leið, fyrst vestur að Hólafjalli og bratt upp hlíðina á fjallið. Förum síðan suður eftir fjallinu, mest í 1020 metra hæð, og áfram suður þjóðveginn að fjallaskálanum Landakoti. Þaðan áfram suður og þvert yfir Galtabólsleið milli Laugafells og Kiðagils. Áfram förum við suður að Bergvatnskvísl og beygjum til austurs á þjóðveg 26 um Sprengisand, skammt vestan fjallakofans Sandbúða.

45,8 km
Eyjafjörður

Skálar:
Landakot: N65 05.164 W18 04.043.
Sandbúðir: N64 55.920 W17 59.239.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Fjórðungsalda.
Nálægar leiðir: Gásasandur, Kiðagil.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort