Frá Brytalækjum á Syðri-Fjallabaksleið með Hólmsá í Fjallakofann við Hólmsárfoss í Skaftártungu.
Þetta er skemmtileg og fjölbreytt leið niður með efri hluta Hólmsár við undirleik af fossanið. Hestarnir koma ofan af Mælifellssandi og gleðjast við að sjá allan þennan gróður koma í fangið. Vilja helzt fara í loftköstum niður brekkur Álftaversafréttar. “Þeir stytta sporin, þeir stappa hófum / og strjúka tauma úr lófum og glófum. / Höfuðin lyftast. Hin lifandi vél / logar af fjöri undir söðulsins þófum” (Einar Ben).
Förum frá Brytalækjum við vegamót Mælifellssands og Öldufellsleiðar Til austurs eftir leirunum upp á Einhyrningsleið, sem liggur austur frá Öldufellsleið. Förum norðan við Skiptingarhaus og sveigjum þar til suðausturs af slóðinni niður að Hólmsá og förum þar austan við Einhyrning. Síðan niður Einhyrningsaxlir og áfram nálægt ánni niður að Fjallakofanum við Hólmsárfoss.
12,9 km
Skaftafellssýslur
Skálar:
Framgil : N63 42.655 W18 43.259.
Nálægir ferlar: Mælifellssandur, Öldufell.
Nálægar leiðir: Mýrdalssandur, Flosavegur.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson