Frá Siglufirði um Hólsskarð til Ámár í Héðinsfirði.
Brött og grýtt leið, en fær hestum.Farið var með uxa Hólastóls þessa leið árið 1388 í hagabeit í Héðinsfirði og lengi síðan, að minnsta kosti til 1572.
Förum frá Siglufirði inn í Fjarðarbotn og síðan suðaustur og upp í Hólsskarð í 620 metra hæð. Þaðan austur og niður um Beinaskál að Ámá í Héðinsfirði.
11,2 km
Skagafjörður, Eyjafjörður
Mjög bratt
Nálægar leiðir: Hestskarð eystra, Dalaleið, Efrafjall, Siglufjarðarskarð, Fiskihryggur, Sandskarð, Héðinsfjarðará, Fossabrekkur.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins