Hrunamannahreppur

Frá Hruna að Tungufelli í Hrunamannahreppi.

Algeng leið um byggðir í ofanverðum Hrunamannahreppi. Orðin erfiðari vegna girðinga.

Hruni er ein höfuðjarða landsins, var um tíma aðsetur Gissurar Þorvaldssonar á Sturlungaöld. Hruni er milli vaða á Þjórsá og Hvítá og vel í sveit sett milli Odda og Skálholts. Þjóðsaga segir frá presti í Hruna, em stóð fyrir dansi og drykkju og spilum í kirkjunni á jólanótt. Móðir hans, sem hét Una, reyndi í þrígang að fá hann ofan af þessu. Þegar hún fór úr kirkjunni í þriðja skiptið, heyrði hún kveðið: “Hátt lætur í Hruna; / hirðar þangað bruna; / svo skal dansinn duna, / að drengir mega það muna. / Enn er hún Una, / og enn er hún Una.” Síðan sökk kirkjan með manni og mús í kirkjuhólinn og hefur síðan ekki sézt.

Förum frá Hruna ofan bæjar eftir gömlu leiðinni norður yfir Litlu-Laxá að Berghyl. Síðan norður með Laugafjalli um Þórarinsstaði og austan við Laugar og Dúðuás. Síðan um Gyldarhaga milli Jötufjalls að austanverðu og Kotlaugafjalls að vestanverðu að eyðibýlinu Jötu. Þaðan áfram norður um eyðibýlið Snorra-Stekkatún milli Skipholtsfjalls að vestan og Jötufjalls að austan. Áfram norður um Foss og Hlíð undir Hlíðarfjalli að þjóðvegi 349 að Tungufelli. Honum fylgjum við norður að Tungufelli.

18,0 km
Árnessýsla

Nálægir ferlar: Litla-Laxá, Fagridalur.
Nálægar leiðir: Sólheimar, Stóru-Laxárvað, Galtafellsleið, Stóriskyggnir, Skipholt, Tjarnheiði, Gullfoss, Tungufellsdalur, Hrunamannaafréttur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort