Hungurfit

Frá Keldum á Rangárvöllum að skálanum í Hungurfiti að Fjallabaki.

Upphaf hinnar hefðbundnu Fjallabaksleiðar syðri. Keldur hafa frá upphafi verið eitt af helztu höfuðbólum landsins. Þar er elzta íbúðarhús landsins. Fyrri hluti leiðarinnar er um nokkur eyðibýli við Eystri-Rangá, sem lögðust í eyði vegna öskufalls og harðinda í Heklugosum.

Byrjum í 130 metra hæð við brú á Eystri-Rangá við vegamót á Fjallabaksleið syðri nálægt Keldum á Rangárvöllum. Frá brúnni förum við jeppaslóðina norðan Rangár, Fjallabaksleið syðri. Nokkru austar förum við suður úr slóðinni yfir í reiðslóð nær ánni. Förum þar um eyðibýlið Árbæ að bændagistingu á Fossi við Eystri-Rangá. Síðan áfram reiðslóðina norðan ár, komum aftur inn á jeppaslóðina við suðvesturhorn Hafrafells. Fylgjum þeirri slóð áfram með norðurjaðri undirfjalla Tindfjallajökuls. Síðan um skarð milli þeirra fjalla og Kerlingarfjalla að norðan. Stutt er í afleggjara austur í Hungurfit.

30,6 km
Rangárvallasýsla

Skálar:
Foss : N63 49.199 W19 55.031.
Hungurfit: N63 50.530 W19 32.850.

Jeppafært
Nálægir ferlar: Knafahólar, Þríhyrningur, Krakatindur, Grasleysufjöll, Laufafell, Reiðskarð.
Nálægar leiðir: Kirkjustígur, Tröllaskógur, Hæringsfell, Geldingavellir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson