Hvinverjadalur

Núna kallaður Hveravellir. Dalurinn er raunar öll lægðin frá Hveravöllum að Dúfunefsfelli. Algengur fundarstaður höfðingja á Sturlungaöld.

Sjá að öðru leyti texta um Kjalveg og Hveravelli. Frásagnir af ferðum og hrakningum manna um hávetur á Kjalvegi og Arnarvatnsheiði benda til eindreginnar forlagatrúar. Væru menn feigir, þá voru þeir feigir, annars ekki.

Kolbeinn ungi Arnórsson reið suður á Hvinverjadal 1238, þar sem komið var með fanga til hans 9. ágúst. Síðan fór hann suður Kjöl til fundar við Gissur Þorvaldsson. 15. ágúst fóru Kolbeinn og Gissur með 1100 manna lið norður Kjöl á leið í Örlygsstaðabardaga. 1252 kom Gissur Þorvaldsson út og mælti sér mót við syni sína í Hvinverjadal og voru þar mætt hundruð manna. Oddur Þórarinsson fór frá Valþjófsstað til Haukadals fyrir jól 1254 og síðan í desember norður á Kjöl. Lenti þar í hríðviðri og komst við illan leik í Hvinverjadal og var þar á nýársnótt. Daginn eftir hélt hann með sína menn áfram niður í Svartárdal og síðan til Skagafjarðar. Árið 1257 fór Þorgils skarði Böðvarsson norður Kjöl og var um nótt í sæluhúsinu í Hvinverjadal. Dreymdi hann þá fyrir um andlát sitt.

? km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Hveravellir : N64 51.960 W19 33.260.
Hveravellir eldri: N64 52.013 W19 33.756.

Nálægir ferlar: Þjófadalir, Guðlaugstungur, Stélbrattur.
Nálægar leiðir: Kjalfellsleið, Svartárbotnar, Krákur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson