Frá Felli í Fljótshlíð um Hæringsfell að Fossi við Eystri-Rangá.
Förum frá Felli norður á fjallið í 600 metra hæð. Sveigjum þá til vestnorðvesturs til Tjarnarmýrar. Þaðan í norðnorðvestur meðfram Hæringsfelli vestanverðu. Síðan beint vestur í Geitafellsgil og norður og niður brekkurnar að Þorleifsstöðum. Þaðan norður um Krók og yfir Eystri-Rangá að Fossi.
19,7 km
Rangárvallasýsla
Skálar:
Fell: N63 42.769 W19 42.790.
Foss : N63 49.199 W19 55.031.
Nálægir ferlar: Fljótshlíð, Krakatindur, Hungurfit, Grasleysufjöll, Knafahólar.
Nálægar leiðir: Reynifell
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson