Frá Sandvík í Bárðardal um Hörgsdal að Stöng í Mývatnssveit.
Í Hörgsdal fannst hof. Það er tæplega 10 metra langt og 6 metra breitt. Um það þvert er grjótbálkur, sem nær ekki veggja milli. Ofan á honum eru fjórir stórir steinar undir sléttri og eldborinni hellu, sem í er klöppuð grunn skál. Undir hellunni er lítil steinn með íklöppuðum bolla. Þar hefur verið fórnaraltari. Brýni, kljásteinar og ýmsir smámunir fundust ásamt ösku og viðarkolum.
Förum frá Sandvík austnorðaustur á Fljótsheiði, um Axarmýri og síðan til vesturs og norður fyrir Jafnafell í Hörgsdal. Við förum norðaustur að Stöng í Mývatnssveit.
9,0 km
Þingeyjarsýslur
Nálægir ferlar: Hellugnúpsskarð, Engidalur, Víðiker, Mývatnsheiði.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort