Frá Skáldabúðum í Gnúpverjahreppi til Illavers.
Gömul leitarmannaleið, nú að mestu jeppafær. Illaver eru blaut og torfær hestum lengra en slóðin nær.
Förum frá Skáldabúðum til norðurs austan við Torfdalsás og þar norður á jeppaslóðina vestan Hrútafells. Þegar hún beygir vestur um Lambafell, förum við áfram til norðurs vestan við Dalakistu og Lambafell að eyðibýlinu Grímsstöðum við Stóru-Laxá, andspænis Hrunakróki. Síðan upp og austur Rjúpnaheiði og meðfram Skillandsá. Ofan árgljúfranna förum við yfir ána og síðan norðvestur fjallið um Stóraás og Pálsfell að Illaveri undir Geldingafelli.
20,6 km
Árnessýsla
Jeppafært
Nálægir ferlar: Hallarmúli, Kaldbaksvað, Laxárdalsvað.
Nálægar leiðir: Fossnes, Hamarsheiði, Þjórsárholt, Skáldabúðir, Hlíðarfjall.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort