Frá Hrauneyjum við Tungnaá um Veiðivötn að fjallaskálanum Jökulheimum við Vatnajökul.
Jeppaslóðin er lengst af eins og strik í auðninni.
Í Jökulheimum hefur lengi verið miðstöð vísindaferða upp á Vatnajökul, einkum að Grímsvötnum.
Förum frá hótelinu Hrauneyjum í 360 metra hæð og með vegi 26 til austurs að Vatnsfellsvirkjun og síðan austur á jeppaslóð í átt til Veiðivatna. Hún liggur sunnan Vatnsfells og norðan Fellsendavatns og síðan norðan við Þóristind. Beygir síðan til suðausturs hjá afleggjara í Botnaver. Förum áfram suðaustur og austur að Veiðivötnum. Förum þar beint áfram fyrir vestan Hraunvötn og síðan vestan við Hraunfell og suðaustan við Dreka og áfram austur að Ljósufjöllum. Förum suður fyrir þau og síðan austur með fjöllunum, unz við komum að Heimabungu. Förum norður fyrir hana og austur að fjallaskálanum í Jökulheimum í 670 metra hæð.
35,9 km
Rangárvallasýsla
Skálar:
Hrauneyjar: N64 11.852 W19 17.026.
Þóristungur: N64 12.579 W19 14.477.
Lindarkot: N64 13.010 W19 08.210.
Jökulheimar: N64 18.632 W18 14.304.
Jeppafært
Nálægir ferlar: Hamarskriki, Fljótsoddi, Breiðbakur.
Nálægar leiðir: Sigalda, Skyggnisvatn, Veiðivötn.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort