Kaldalón

Frá Ármúla á Langadalsströnd yfir Kaldalón í Skjaldfannardal að Unaðsdal á Snæfjallaströnd.

Útfiri mikið er í Kaldalóni. Um háflóð þarf að fara inn á Eyrar og þar yfir Mórillu, en þar geta verið sandbleytur. Um hálffallinn sjó er góð reiðfjara í Lóninu.

Förum frá Ármúla og fylgjum þjóðvegi 635 að Kaldalóni. Þar fylgjum við sjónum mikið til og förum leirurnar. Förum frá Seleyrarodda, sem áður hét Vestanseyri og komum upp á móti bænum Lónseyri. Þar förum við aftur upp á þjóðveginn og fylgjum honum um Bæi í Unaðsdal.

11,4 km
Vestfirðir

Ekki fyrir göngufólk

Nálægar leiðir: Vébjarnarnúpur, Dynjandisskarð, Öldugilsheiði, Drangajökull, Ófeigsfjarðarheiði, Rjúkandisdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort