Pólitíska fjallabakið

Punktar

Auðvitað átti ríkisstjórnin að efna loforð stjórnarflokkanna um þjóðaratkvæði um framhald á aðildarviðræðum. Loforð er loforð. Enda hefði það verið í samræmi við vilja flestra kjósenda samkvæmt könnunum. Til að ganga gegn loforðum sínum og vilja kjósenda hefði ríkisstjórnin átt að bera málið fyrir alþingi. En það þorði hún ekki að gera, þótt hún þykist hafa ríflegan meirihluta á þingi. Svo hraklega fór utanríkisráðherra út úr slíkri tillögu í fyrra, að almenna athygli vakti. Stjórnin treysti honum ekki í aðra tilraun. Því fór hún fjallabaksleið og bjó til loðið plagg án staðfestingar alþingis. Það hefur takmarkað gildi.