Ketilstígur

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Vigdísarvallavegi undir Sveifluhálsi um Ketil og Sveifluháls til Seltúns við þjóðveg 42 í Krísuvík.

Þetta var þjóðleiðin til Krísuvíkur áður en bílvegur var lagður vestan Kleifarvatns.

Ketill er djúp skál utan í Sveifluhálsi. Gatan er tæp þar á brúninni.

Byrjum á Vigdísarvallavegi, þar sem vegurinn sveigir frá Sveifluhálsi. Við förum suður og upp í hálsinn og hálfan hring á brún Ketils. Síðan áfram til suðurs fyrir austan Arnarvatn og vestan Arnarnípu. Og loks suður af Sveifluhálsi niður að Seltúni.

3,2 km
Reykjavík-Reykjanes

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort