Einstæðu endurskoðendurnir með gamaldags vinnubrögð sáust ekki í hruni banka og víkinga. Þar komu að málum bara stóru, alþjóðlegu skammstafanirnar, PWC, KPMG og svo framvegis. Þær komu sér fyrir á gráum svæðum og stuðluðu að meiri háttar sjónhverfingum í bókhaldi. Þeim líkaði illa að sjá staka endurskoðendur hokra í sjálfstæðum hornum. Pressuðu stjórnvöld til að setja reglur um endurskoðun, sem eru snikkaðar að fjölmennum endurskoðunarstofum. Einstæðu endurskoðendurnir þráuðust við að taka upp þessar reglur. Endurskoðendaráð vill nú taka af þeim starfsleyfið, svo að þeir flækist ekki fyrir hinum stóru í „skapandi bókhaldi“.