Frá Kvíum í Lónafirði til Steigar í Veiðileysufirði.
Vandlega vörðuð leið og auðrötuð. Fjölfarin fyrr á öldum.
Í Árbók FÍ 1994 segir: “Bratt er upp að fara hvort sem farið er upp frá Kvíum eða Steig og í hvora átt sem farið er liggur leið af hjalla á hjalla, sem hið neðra eru vaxnir kjarri, blómstóðum og burknabreiðum en þá ofar dregur og upp er komið verður vart fyrir gróðurtægja, alls staðar berar klappir og fannir í lágum milli stórgrýtisurða, sem hin varðaða leið liggur um … Af Kvíarfjalli er tilkomumikil útsjón.”
Förum frá Kvíum norður á Kvíafjall í 460 metra hæð. Síðan norður og norðvestur með Bæjarhorni að Steig í Veiðileysufirði.
6,0 km
Vestfirðir
Nálægar leiðir: Hafnarskarð, Djúpahlíð, Lónafjörður, Töfluskarð.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort