Kækjuskörð

Frá Hvannstóði við enda þjóðvegar 946 í Borgarfirði eystra um Kækjuskörð til Stakkahlíðar í Loðmundarfirði.

Kækja þýðir tröllskessa. Af Kækjuskörðum blasa við litskrúðugir fjallgarðar og grösugur Loðmundarfjörður.

Byrjum við þjóðveg 946 hjá Hvannstóði í Borgarfirði eystra. Öll leiðin er til suðurs. Við förum um Kollutungur suður Kækjudal vestan við Kækjudalsá. Úr botni dalsins förum við suður og upp hryggi framhjá Kirkjusteini og um Kinn upp í Kækjuskörð í 760 metra hæð og síðan suður um Lönguhlíð og Fitjar niður að Stakkahlíð í Loðmundarfirði.

12,3 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Sandaskörð, Tröllabotnar, Loðmundarfjörður, Hjálmárdalsheiði Tó, Norðdalsskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort