Frá Sleðbrjótsseli í Jökuldal að Refsstað í Vopnafirði.
Sjaldfarin leið og skemmtileg, en fremur brött og vandrötuð, hættuleg í vondum veðrum.
Byrjum við þjóðveg 917 við Sleðbrjótssel. Förum um bæjarhlað og síðan beint upp og vestur Fögruhlíð sunnan við Fögruhlíðará upp í Selskarð sunnan við Urðarhjalla og norðan við Náttmálahnjúk. Síðan um Þröskuld í 850 hæð vestur í Varp og þaðan norður með Smjörfjöllum yfir í Lambadalsskarð, sem við förum vestur yfir og niður í Lambadal. Við förum niður þann dal suðvestan við Selá og komum að Refsstað.
21,6 km
Austfirðir
Erfitt fyrir hesta
Nálægar leiðir: Smjörvatnsheiði.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort