Til hvers er að hafa atvinnurekstur, sem borgar launafólki helminginn af því, sem borgað er í nálægum löndum? Rekstur, sem felur tekjur sínar í skattaskjólum og skilur lítið eftir hér? Rekstur, sem lifir fremur á kennitöluflakki, fáokun og aðstöðubraski en á góðum rekstri? Þurfum að losna við þennan atvinnurekstur eins og hverja aðra óværu. Við þurfum að rýma til fyrir rekstri, sem treystir sér til að búa við sömu skilyrði og alvörufyrirtæki í nálægum löndum. Og til hvers er að hafa hagspekinga og peningaspekinga, sem rembast við að reyna að telja okkur trú um, að sultarlaun séu að drepa atvinnulífið og valda verðbólgu.