Látraströnd

Frá Grenivík um Látraströnd að Látri.

Í Árbók FÍ 1992 segir m.a.: “Látraströnd er sæbrött og víða hamrar eða drangar með sjónum en afdrep á milli. Þar eru malarfjörur og nokkuð um rekavið. Hlíðarnar eru sundurskornar af lækjum, sem víða falla um djúp gil til sjávar. Gróður er víða fagur og verður einstaklega glæsilegur í lægðum og lautum er utar dregur. Utan við Sker, allt norður að Fossárdal, er gróður hvað þrifalegastur á skaganum; berjalyng, fjalldrapi og birkikjarr.”

Förum frá Grenivík norður ströndina til Láturs.

21,0 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Látur: N66 06.987 W18 18.972.

Nálægar leiðir: Blæja, Fjörður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort