Frá Hruna í Hrunamannahreppi að Fagradal.
Í Fagradal rennur Litla-Laxá á grónum eyrum.
Byrjum á gatnamótum þjóðvega 344 og 345 við Hruna í Hrunamannahreppi Förum ofan bæjar eftir gömlu leiðinni norður yfir Litlu-Laxá að Berghyl. Um bæjarhlaðið og áfram til norðurs undir Berghylsfjalli, unz við komum að jeppaslóða upp og suður taglið á fjallinu. Fylgjum þeirri slóð alla leið norður að eyðibýlinu Hildarseli. Þar er Kistufoss í Litlu-Laxá. Við förum síðan áfram norður og upp í Fagradal. Þar er vatnsveita Flúða. Þegar jeppavegi lýkur getum við haldið áfram reiðslóð á vestri bakka Litlu-Laxár stutta leið að reiðslóð um Fagradal milli Tungufells og Kaldbaks.
9,7 km
Árnessýsla
Nálægar leiðir: Galtafellsleið, Stóru-Laxárvað, Sólheimar, Hrunamannahreppur.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson