Litlisjór

Frá Jökulheimaleið í Veiðivötnum um Litlasjó á Grænavatnsleið.

Á nat.is segir svo um Litlasjó: “Þetta stóra vatn var fisklaust frá náttúrunnar hendi og mikil ætisframleiðsla þess nýttist ekki fyrr en urriðaklak var sett í það upp úr 1965. Talið var að urriðinn yrði sjálfbær og klaki var ekki haldið við. Svo fór að fiskurinn óx úr sér og dó út. Þegar það varð ljóst, voru reglulegar sleppingar seiða hafnar og nú vaxa þar upp reglulegir árgangar. Hegðun fisksins í vatninu er sérkennileg fyrir það, að hann heldur sig í torfum á stöðli nærri þeim stað, sem honum var sleppt. Veiðimenn hafa lært að ganga að honum þar og veiða með botnlegubeitu eða spún. Veiðiböðlar hafa notað bílljós til að moka þessum fiski upp úr stöðlum með spúnum í myrkri síðsumars við lok veiðitímans. Á tökutíma syndir fiskurinn nokkuð meðfram ströndum í ætisleit og veiðist gjarnan við áveðursbakka.

Byrjum á Jökulheimaleið í Veiðivötnum vestan Hraunvatna. Förum suður að Litlasjó og meðfram honum að vestanverðu. Síðan um Gjána að Grænavatnsleið á Miðmorgunsöldu.

9,9 km
Rangárvallasýsla

Jeppafært

Nálægir ferlar: Jökulheimar.
Nálægar leiðir: Grænavatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort