Lækjarskógarfjörur

Frá Búðardal að Hamri í Hörðudal.

Að mestu leyti leirureið á fjöru að hætti Löngufjara. Í Hvammsfirði getur orðið sex metra munur á flóði og fjöru. Á fjöru verða hvort tveggja að skeiðvelli, hællinn og ilin á Hvammsfirði. Þótt skipgengt sé á flóði inn að Búðardal. Umhverfis Hvammsfjörð eru sögufrægar jarðir, einkum úr Sturlungu, Sauðafell, Snóksdalur, Eiríksstaðir, Höskuldsstaðir, Hjarðarholt, Hvammur, Laugar, Sælingsdalstunga og Staðarfell, en norðar eru Skarð og Staðarhóll. Sumar þeirra voru óðul Sturlunga.

Förum frá hesthúsahverfi við Búðardal reiðveg suður að Laxá í Dölum og síðan vestur með ánni norðanverðri niður í fjöru. Fylgjum fjörunni suður í Kambsnes, þar sem við förum suður yfir flugvöll og síðan suður í fjöruna vestan við Þorbergsstaði. Förum síðan beint suður yfir Hvammsfjörð, förum austan við Snóksdalshólma og Arnarhólma og að landi í óshólmum Miðár. Förum áfram suður með Hörðudalsá vestanverðri að þjóðvegi 54 um Skógarströnd. Beygjum með þeim vegi hálfan kílómetra til vesturs og síðan heimreið til suðurs að Hamri.

14,2 km
Snæfellsnes-Dalir

Ekki fyrir göngufólk

Nálægir ferlar: Rauðamelsheiði, Sópandaskarð, Skógarströnd, Miðdalir, Gaflfellsheiði.
Nálægar leiðir: Miðá.

Skrásetjari: Glaður, hestamannafélag
Heimild: Glaður, hestamannafélag