Mannfjall

Frá Hesteyri í Hesteyrarfirði um Mannfjall til Látra í Aðalvík.

Í Árbók FÍ 1994 segir: “Grónar brekkur með melhryggjum á milli ganga uppúr Stakkadal á fjallið. Brekkurnar kallast Stakkadalsbrekkur og er farið um þær til Hesteyrar, greiðfæran fjallveg, þar sem hjarnfannir leysir aldrei til fulls.” Leið þessi er oft kölluð Stakkadalur.

Förum frá Hesteyri norðvestur um Hesteyrardal um góðan veg í Hesteyrarskarð í 280 metra hæð. Þar skiptast leiðir, Önnur liggur vestur og niður í Miðvík, en þessi liggur norðvestur heiðina um skýra götu, rudda og vel varðaða, en víða grýtta nálægt vörðunum. Síðan niður Stakkadal og um túnin á bænum Stakkadal til Aðalvíkur. Þaðan er farið yfir Stakkadalsós norðvestur að Látrum. Ýmis vöð er á ósnum, allt frá fjöru upp að Stakkadalsvatni.

6,1 km
Vestfirðir

Skálar:
Látrar: N66 23.555 W23 02.200.

Nálægar leiðir: Kjölur, Rekavík, Aðalvík, Hesteyrarskarð, Þverdalsdrög.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort