Frá Maríuhöfn á Búðasandi í Kjós að Stíflisdal á Selkotsleið á Kjósarheiði.
Norðan Stíflisdalsvatns liggur leiðin sumpart í Stíflisdalsvatni til að komast út fyrir kletta, sem ganga út í vatnið.
Maríuhöfn var stærsta höfn landsins á 14. öld. Þangað komu skip með vöru og vistir til Skálholtsstóls. Biskupar notuðu líka Maríuhöfn til utanferða. Stutt er milli Maríuhafnar og Þingvalla um Kjósarheiði og Selkotsleið. Stundum var farið inn í Brynjudalsbotn og þaðan um Leggjabrjót til Þingvalla. Umhverfi hafnarinnar er einn fegursti staður Hvalfjarðar, Búðasandur með fjörukambi og lóni. Á kambinum hafa fundizt leifar mannabústaða.
Förum frá Maríuhöfn með þjóðvegi 48 austur með Laxá í Kjós norðanverðri og framhjá Reynivöllum. Síðan til suðurs með veginum fram dalinn hjá Vindáshlíð og áfram suðaustur með Laxá. Förum norðan við Stíflisdalsvatn að Stíflisdal. Þaðan er Selkotsleið austur í Skógarhóla.
23,5 km
Reykjavík-Reykjanes
Nálægar leiðir: Reynivallaháls, Gíslagata, Reiðhjalli, Seljadalur, Selkotsvegur, Svínaskarð.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins