Ráðherra eða ríkisstjórn geta gefið út yfirlýsingar. Geta líka borið þær undir alþingi. Getur líka borið þær undir þjóðina. Aðferðirnar hafa misjafnt vægi, sú fyrsta er léttvæg, sú síðasta þungvæg. Síðasta ríkisstjórn bar aðildarviðræður við Evrópusambandið undir alþingi. Þessi ríkisstjórn bar bréf Gunnars Braga Sveinssonar hvorki undir alþingi né þjóðina. Á þessu tvennu er eðlismunur, þótt ég telji bezt að bera hvort tveggja undir þjóðina, aðildarviðræður og söltun aðildarviðræðna. Mestu máli skiptir þó að standa við loforð flokkanna og það hafa Framsókn og Sjálfstæðis alls ekki gert. Svik eru sérgrein stjórnarinnar.