Norðdalsskarð

Frá Klyppstað í Loðmundarfirði um Norðdalsskarð að Hjartarstöðum í Eiðaþinghá.

Var löngum alfaravegur, en brekkurnar upp úr Loðmundarfirði eru torfærari en áður var. Tóarvegur er þekktari leið til Fljótsdalshéraðs og liggur sunnar í landinu, upp úr Bárðarstaðadal.

Förum frá Klyppstað vestur í Norðdal og síðan vestnorðvestur dalinn að Kolahrauni. Þar förum við norður og upp í dalbotninn og síðan vestur og upp í Mosdal. Þaðan vestsuðvestur í Norðdalsskarð norðan undir Norðdalshnjúk og beygjum til vesturs, þegar upp er komið. Þar erum við í 900 metra hæð. Förum vestur og vestnorðvestur í Botndal fyrir sunnan Botndalsfjall að Hjartarstöðum.

20,8 km
Austfirðir

Skálar:
Klyppstaður: N65 21.867 W13 54.051.

Nálægar leiðir: Tó, Loðmundarfjörður, Hjálmárdalsheiði, Kækjuskörð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins