Frá fjallaskálanum í Nýjadal á Sprengisandi að fjallaskálanum Versölum á Sprengisandi.
Syðri hluti jeppavegarins um Sprengisand. Sjá nyrðri hlutann undir heitinu Fjórðungsalda. Sjá líka almennan kafla um Sprengisand. Nýidalur og Fjórðungsalda eru eystri leiðin um Sprengisand. Hestamenn kjósa frekar að fara um gróðursælli Gnúpverjaafrétt í Arnarfell og þaðan austur um Þjórsárver og norður í Laugafell. Sú leið er í þessu safni kölluð Háöldur. Þegar Guðmundur góði Arason biskup flúði undan Eyfirðingum 1220, fór hann um Bárðardal í Odda með fjölmennt lið fátæklinga og förufólks.
Förum frá fjallaskálanum í Nýjadal í 800 metra hæð suðvestur Sprengisandsveg, framhjá afleggjaranum Styttingi vestur að Þjórsárlóni, að Kistuöldu, þar sem er þverleið vestur að Kvíslavatni. Höldum áfram suður, fyrir vestan Skrokköldu og síðan til suðvesturs að Hnöttóttuöldu. Förum norður og vestur fyrir ölduna og síða upp á Þveröldu. Þaðan suður og vestur að fjallaskálanum Versölum í 620 metra hæð.
57,5 km
Rangárvallasýsla
Skálar:
Nýidalur: N64 44.103 W18 04.323.
Versalir: N64 27.063 W18 44.975.
Litlu-Versalir: N64 27.053 W18 44.985.
Jeppafært
Nálægir ferlar: Fjórðungsalda.
Nálægar leiðir: Hágöngulón, Gásasandur, Kambsfell.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort