Geymd í frysti

Punktar

Séu viðræðurnar komnar aftur á byrjunarreit, þarf næsta atrenna að byrja á, að sérhvert ríki Evrópusambandsins samþykki viðræður. Ef þær eru bara komnar í frysti, þarf sambandið þá ekki að leita samþykkis. Getur byrjað viðræður, þar sem frá var horfið. Á þessu er mikill munur. Fyrstu viðbrögð sambandsins eru að telja loðið bréf Gunnars Braga fela í sér frystingu. Slík túlkun er í samræmi við heilbrigða skynsemi. Af því má sjá, að ríkisstjórnin hefur dregið verulega úr andstöðunni við Evrópusambandið. Telur varhugavert að brenna brýr að baki sér. Skárri afstaða en hatursfrumvarp Gunnars Braga að þingsályktun í fyrra.