Ólafsvíkurenni

Frá Rifi að Ólafsvík á Snæfellsnesi.

Sumir týndu lífi við Ólafsvíkurenni. Í Bárðar sögu Snæfellsáss segir frá Hettu tröllkonu, sem bjó í Ennisfjalli. Hún var úfin í viðskiptum sínum við Ingjald bónda á Ingjaldshóli og við ferðalanga, sem áttu leið um Ólafsvíkurenni. Jónas Hallgrímsson fór þarna: “Riðum við fram um flæði / flúðar á milli’ og gráðs, / fyrir Ólafsvíkurenni, / utan við kjálka láðs. / Fjörðurinn bjartur og breiður / blikar á aðra hlið, / tólf vikur fullar að tölu, / tvær álnir hina við. / Hvurt á nú heldur að halda / í hamarinn svartan inn, / ellegar út betur til þín? / Eggert, kunningi minn!”. Um Ennisdal var stundum farið þegar flóð var undir Ólafsvíkurenni en í fjörunni þar lá annars leiðin. Seinfarið er um Ennisdal vegna mikils grjóts víða. Nú er kominn breiður vegur fyrir ennið og stutt að fara milli Hellissands/Rifs og Ólafsvíkur.

Förum frá Hellissandi eða Rifi eftir þjóðvegi um Ólafsvíkurenni austur í Ólafsvík.

5,6 km
Snæfellsnes-Dalir

Bílvegur

Nálægir ferlar: Beruvík.
Nálægar leiðir: Ennisdalur, Fróðárheiði, Búlandshöfði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins