Rangalón

Frá Grjótgarðshálsi á Jökuldalsheiði um Rangalón í Botna á Jökuldalsheiði.

Rangalón er eyðibýli á heiðinni, þar sem fólk gisti oft á leiðinni milli Möðrudals og Jökuldals. Jörðin hafði góða silungsveiði í Sænautavatni.

Byrjum á fjallvegi F901 á Jökuldalsheiði sunnan Grjótgarðsháls. Förum sunnan vegar austur í Rangalón. Þaðan norðaustur yfir veginn í Bjallkolludal. Síðan austur um Botnahraun á fjallveg F901 austan Botna á Jökuldalsheiði.

10,2 km
Austfirðir

Nálægir ferlar: Sænautasel.
Nálægar leiðir: Sænautafell, Skjaldklofi.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort