Frá Naustabrekku á Rauðasandi austur að Melanesi á Rauðasandi.
Rauðisandur heitir eftir rauðgulum hörpudisks-mulningi með ströndinni. Guðmundur ríki Arason bjó á Saurbæ á Rauðasandi á 15. öld. Talinn hafa átt flestar jarðir á Íslandi fyrr og síðar. Englendingar rændu Eggerti Hannessyni hirðstjóra í Saurbæ árið 1579 og höfðu með sér á brott.
Förum frá Naustabrekku austur sveitina undir Sandsfjöllum að Skógi undir Mábergsfjalli. Þaðan er leið um Vatnskleifar að Haukabergsvaðli á Barðaströnd. En við förum suður að Melanesi.
14,4 km
Vestfirðir
Nálægar leiðir: Hyrnur, Hnjótsheiði, Strandaheiði, Hreggstaðadalur, Sigluneshlíðar, Bjarnagata.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort