Frá Dalakofanum um Reykjadali að Landmannahelli.
Mest notaða leiðin milli Fjallabaksleiða syðri og nyrðri, sú stytzta, en lika sú, sem fer hæst yfir sjó. Af leiðinni er þverleið í Hrafntinnusker.
Reykjadalir eru mikið hverasvæði með grænum grundum í 800 metra hæð yfir sjávarmáli.
Byrjum á vegamótum sunnan við fjallaskálann Dalakofann og við norðvesturhorn Laufafells. Vegamótin eru í 760 metra hæð. Förum eftir jeppaslóð norðvestur á fjallgarðinn og um Reykjadali, þar sem er afleggjari austur í fjallaskálann Höskuldsskála við Hrafntinnusker. En við förum áfram norður á Pokahrygg, þar sem jeppavegurinn nær 980 metra hæð. Þar erum við í Mógilshöfðum. Komum niður úr fjöllunum austan við Sátubarn, þar sem við komum að Fjallabaksleið nyrðri í 590 metra hæð.
18,0 km
Rangárvallasýsla
Skálar:
Dalakofinn: N63 57.042 W19 21.566.
Nálægir ferlar: Fjallabak nyrðra, Sauðleysur, Landmannaleið, Krakatindur, Grasleysufjöll.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson og Útivistarkort