Sauðafell

Frá Sauðafelli í Miðdölum að Háafelli í Náhlíð.

Sauðafell var eitt mesta höfðingjasetur Sturlunga. Þar bjuggu Sturla Sighvatsson og Sólveig Sæmundsdóttir frá Odda. Þar frömdu Vatnsfirðingar, Þórður og Snorri Þorvaldssynir, mikil hervirki í fjarveru Sturlu. Er honum voru sögð tíðindi, spurði hann, hvort Sólveigu hefði verið mein gert. Var honum sagt, að svo væri ekki. “Síðan spurði hann einskis”, segir Sturlunga. Ári síðar lét Sturla vega Þorvaldssyni á eyrunum innan við Bæ, handan árinnar, Hrafn Oddsson hirðstjóri bjó um skeið á Sauðafelli. Þar hafði Daði í Snóksdal bú og þar í kirkjunni tók hann höndum Jón biskup Arason og syni hans árið 1550 og færði til Skálholts, þar sem þeir voru höggnir.

Förum frá Sauðafelli eftir slóð austur fyrir fellið, förum hjá rústum bæjarins Glæsisvalla og áfram austur að Háafelli.

3,4 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Saurstaðaháls, Sanddalur.
Nálægar leiðir: Prestagötur, Miðá, Hallaragata.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Glaður, hestamannafélag