Frá Gljúfurá við Grísatungu á Mýrum til Langár við Rauðukúlu.
Skarðheiðarvegur vestari er gömul skreiðarkaupaleið, sem var farin úr uppsveitum Borgarfjarðar er bændur sóttu skreið út undir Jökul í skiptum fyrir búvörur. Í Heiðarvígasögu er sagt frá Þórhalla bónda á Jörfa og för hans um Skarðheiðarveg með allt sitt hyski og hafurtask á níu klyfjahestum. Hann var að flýja undan yfirgangi Víga-Styrs. Sá sat hins vegar fyrir Þórhalla í heiðarbrekkunum og felldi hann.
Förum frá eyðibýlinu Grísatungu við Gljúfurá. Síðan upp með ánni sunnan við Staðartungu. Þegar við komum að Langá, förum við vestur yfir hana að Rauðukúlu.
8,3 km
Borgarfjörður-Mýrar
Skálar:
Fjallakofinn: N64 45.463 W21 51.351.
Nálægir ferlar: Hábrekknavað, Jafnaskarð, Sópandaskarð, Hraundalur.
Nálægar leiðir: Hrosshyrna, Klif, Langavatn.
Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH