Skálavatn

Frá Arnbjargarlæk í Þverárhlíð um Skálavatn til Svartagils í Norðurárdal.

Förum frá Arnbjargarlæk af veginum norðnorðvestur á fjallið og upp að Skálavatni, sunnan við það í 200 metra hæð. Síðan vestnorðvestur af heiðinni niður að þjóðvegi 527 við Svartagil.

3,3 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Svartagil, Fiskivatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort