Frá þjóðvegi 60 í Skálmardal norður Skálmardalsheiði að þjóðvegi 61 í Gervidal.
Vel vörðuð leið.
Í brekkunum niður í Gervidal er Butraldabrekka, þar sem Þorgeir Hávarðsson drap Butralda samkvæmt Fóstbræðrasögu. Björn Jónsson á Kirkjubóli á Bæjarnesi, faðir Péturs Björnssonar skipstjóra á Gullfossi, fór með hjú og búsmala um heiðina, þegar hann flutti að vori að Hóli í Ketildal í Dýrafirði árið 1895. Virðist hafa komið niður í Húsadal í Mjóafirði, gist þar eina nótt til að ala búsmalann. Hélt síðan á Glámu, sem var snævi þakin niður í Dýrafjarðarbotn. Lilja Björnsdóttir skáldkona, dóttir Björns, skráði söguna.
Byrjum við þjóðveg 60 í Skálmardal. Förum beint norður, fyrst fram Skálmardal, síðan upp Tungur á Skálmardalsheiði, svo vestan við Dúpavatn, í 500 metra hæð, bratt niður Grísatungur í Gervidal, norður dalinn á þjóðveg 61 við eyðibýlið Kleifakot.
17,8 km
Vestfirðir
Nálægar leiðir: Svínanes, Bæjarnes, Glámuheiði, Eyrarfjall.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort