Frá fjallaskálanum í Sultarfitjum að fjallaskálanum í Skeiðamannafitjum.
Hliðarleið milli skála á afrétti Flóa- og Skeiðamanna.
Förum frá skálanum í Sultarfitjum fyrst eftir jeppaslóð suður frá skálanum skamma leið og beygjum síðan til austurs eftir jeppaslóð um Fitjaása og Kóngsás að fjallaskálanum í Skeiðamannafitjum.
18,6 km
Árnessýsla
Skálar:
Sultarfit: N64 19.752 W19 39.427.
Skeiðamannafit: N64 18.732 W19 32.426.
Jeppafært
Nálægir ferlar: Sultarfit, Fitjaásar.
Nálægar leiðir: Skúmstungur.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort