Frá Selá í mynni Breiðdals í Reyðarfirði um Skildingaskarð til Brimness í Fáskrúðsfirði.
Heitir Hrossadalsskarð að sunnanverðu, Skildingaskarð að norðanverðu. Áður fyrr var leiðin fjölfarin og var síminn lagður yfir skarðið. Sjaldfarin leið nú á tímum. Vestan undir skarðinu er Jónatansöxl, sem þessi saga er um: Jónatan Pétursson var farandkaupmaður á Austurlandi um miðja nítjándu öld. Fór hann höfuðdaginn 1854 drukkinn frá Þernunesi á skarðið og kom ekki fram. Líkið fannst síðan nokkuð skrámað í Hrossadal. Peningar hans, 472 ríkisdalir, fundust á víð og dreif þar beint fyrir ofan, í Miðmundarrák. Var ljóst, að Jónatan hafði hrapað í skarðinu.
Förum frá Selá suður lægðina austan við Hafranesfell austur og upp í Skildingaskarð í 500 metra hæð. Síðan til suðurs um Hrossadalsskarð og niður með Villingaá og loks að vegi 96 vestan við Brimnes.
5,9 km
Austfirðir
Nálægar leiðir: Staðarskarð.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort