Skipsstígur

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Stapafellsleið um Skipsstíg og Þorbjörn til Járngerðarstaðahverfis í Grindavík.

Greiðfær leið. Í bæklingi Ferðamálasamtaka Suðurnesja um Skipsstíg segir m.a.: “Skipsstígur hefst í norðurjaðri byggðakjarna Grindavíkur og liggur með Lágafelli, um Skipsstígshraun, með Illahrauni, yfir Eldvarpahraun, fram hjá hverasvæði við Lat, yfir Vörðugjá, um Gíslhellislágar, yfir Rauðamel og áfram áleiðis að Fitjum í Njarðvík. Leiðarlýsingin í bæklingnum byggir m.a. á númeruðum stikum sem Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa haft forgöngu um að setja upp með gömlu þjóðleiðunum.”

Byrjum á Stapafellsleið, þar sem hún sveigir frá suðri til suðsuðvesturs. Við förum áfram suður um Vörðugjá og förum vestan við Þorbjörn að Járngerðarstaðahverfi.

8,9 km
Reykjavík-Reykjanes

Nálægar leiðir: Stapafell, Sýrfell, Einiberjahóll.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins