Skjálfandi

Frá Björgum í Köldukinn til Bjargakróks við Skjálfandaflóa.

Ú r Bjargakrók má fara fjöruna áfram til Náttfaravíkur og er þá farið um gat í berginu aðeins 100 metrum frá Bjargakróki. Heitir þar Ágúlshellir og var sprengt tíu metra haft í hellinum árið 1973 til að komast í gegn. Gæta verður sjávarfalla á þessari leið. Baldvin Sigurðsson í Naustavík þurfti að eyða jólanótt í hellinum seint á nítjándu öld, tepptur af brimi og stórhríð. Þessi leið er ekki fær hestum.

Förum frá Björgum til norðurs austan við Ógöngufjall í Bjargakrók.

4,9 km
Þingeyjarsýslur

Nálægar leiðir: Naustavík.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort