Frá Fitjum í Skorradal að þjóðvegi 52 vestan Uxahryggja.
Ljúft landslag með fögrum fossum og lágvöxnu kjarri. Fyrrum voru 22 býli í dalnum, en nú eru þar einkum sumarbústaðir.
Förum frá Fitjum austur með Fitjaá að Eiríksfossi og síðan beint austur heiðina að Lómatjörn. Förum vestan og sunnan við tjörnina og áfram suðaustur um suðurenda Vörðufells. Að lokum yfir Tunguá og þaðan norður á þjóðveg 52 vestan Uxahryggja.
11,7 km
Borgarfjörður-Mýrar
Nálægar leiðir: Mávahlíðarheiði, Grafardalur, Sjónarhóll, Síldarmannagötur, Grillirahryggur, Gagnheiði, Kúpa.
Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH