Skógarmannafjöll

Frá þjóðvegi 1 á Mývatnsöræfum suður í Skógarmannafjöll.

Slóðin liggur að Almannavegi, sem er forn þjóðleið frá Ferjuási við Jökulsá á Fjöllum um Þrengsli og Olíufjall til Mývatnssveitar.

Förum af þjóðvegi 1 við Amtmannsás og Klaustur og höldum eftir jeppaslóð suður að Skógarmannafjöllum. Förum fyrst austan við fjöllin og síðan um skarð yfir að vesturhlið þeirra og áfram til suðurs með vesturhliðinni. Slóðin endar sunnan við Kollóttafjall nálægt Almannavegi.

14,7 km
Þingeyjarsýslur

Jeppafært

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jón Garðar Snæland